Venja sameiginlegra hagsmuna
Hugsaðu Vinn-Vinn snýst ekki um að vera „næs“, og er ekki skyndilausn. Þetta er lausn sem byggir á karakter, mannlegum samskiptum og samvinnu.
Flest okkar læra að byggja sjálfsvirði okkar á samanburði og samkeppni. Við hugsum um árangur þannig að einhverjum öðrum þurfi að mistakast—ef ég vinn, tapar þú; ef þú vinnur, tapa ég. Það er aðeins ákveðið magn af köku til, ef þú færð stóra sneið, er til minna fyrir mig; það er ekki sanngjarnt og ég ætla að tryggja að þú vinnir ekki. Við spilum öll þennan leik, en hvað fáum við í raun út úr honum?
Vinn-Vinn hefur að gera með samvinnu, ekki samkeppni. Vinn-Vinn er hugarástand þar sem við leitumst alltaf sameiginlegra hagsmuna í öllum okkar samskiptum. Vinn-Vinn merkir samningar eða lausnir sem hagnast öllum sem eiga í hlut. Við fáum bæði sneið af kökunni, og hún er alveg virkilega góð!
Til að hugsa Vinn-Vinn þarftu bæði að hafa tillitsemi og kjark. Þetta jafnvægi milli kjarks og tillitsemi er kjarni raunverulegs þroska og er grunnlögmál Vinn-Vinn.
Hvers vegna Vinn-Vinn?
Margir hugsa: annað hvort ertu „næs“ eða harðskeyttur. Vinn-Vinn krefst þess að þú sért bæði. Vinn-Vinn snýst í grunninn um að finna jafnvægi milli kjarks og tillitsemi.
Þetta viðhorf krefst þriggja karakterseinkenna:
- Heilindi: að halda þig við sannar tilfinningar, gildi og skuldbindingar.
- Þroski: að miðla eigin hugmyndum og tilfinningum af kjarki og sýna tillitsemi gagnvart hugmyndum og tilfinningum annarra.
- Viðhorf gnægðar: að trúa því að til sé nóg fyrir alla og meira til.


„In the long run, if it isn’t a win for both of us, we both lose. That’s why win-win is the only real alternative in interdependent realities.“
Grænn og vænn
Frí handbók
7 venjur til árangurs: öflugur lærdómur til persónulegrar forystu
Virkjaðu tímalaus lögmál árangurs með þessari hagnýtu samantekt úr mest seldu bók allra tíma um forystu.
Stafrænt fræðslusetur
All Access Pass®
AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku og 23 öðrum tungumálum.
7 venjur til árangurs
Einblíndu á og bregstu við því sem þú getur stjórnað.
Skilgreindu hvað árangur merkir fyrir þig og hvernig þú hyggst ná markmiðum þínum.
Forgangsraðaðu og náðu mikilvægustu markmiðum þínum í stað þess að bregðast stöðugt við áríðandi verkefnum augnabliksins.
Skapaðu árangursríka samvinnu með því að byggja sambönd sem einkennast af ríku trausti.
Hafðu áhrif á aðra með því að dýpka skilning þinn á þörfum þeirra og viðhorfum.
Þróaðu nýjar lausnir sem hafa áhrif á fjölbreytileikann og fullnægja þörfum allra hagsmunaaðila.
Auktu hvatningu, orku og jafnvægi milli atvinnu- og einkalífsins með því að gefa þér tíma til endurnýjunar.