Venja 3: Mikilvægast fyrst®

Venja forgangsröðunar og tímastjórnunar

Venja 3: Mikilvægast fyrst snýst um sjálfstæðan vilja og hvernig stjórna tíma og aðföngum á grunni lögmála. Venja 3 er framhald Venju 1 og 2. Venja 1 kennir okkur, „Þú ert skaparinn. Þú stjórnar eigin för.“ Venja 2 er fyrsta andlega sköpunin sem byggir á ímyndunarafli, getan til að sjá fyrir þér hver þú vilt verða. Venja 3 er önnur sköpunin, sú efnislega.

Í þessari venju sameinast hinar tvær. Venja 3 snýr að tímastjórnun og lífsstjórnun í heild—tilgang þinn, gildi, hlutverk og forgangsatriði. Hvað er það sem er mikilvægast? Það er það sem þér finnst vera þér mest virði. Ef þú forgangsraðar mikilvægustu hlutunum fyrst ertu að skipuleggja og stjórna tíma þínum í kringum þessi mikilvægustu forgangsatriði sem þú vannst að í Venju 2.

Tímastjórnun: Fjórðungarnir

Við verjum tíma okkar í fjórum fjórðungum, sem skiptast í tvo þætti sem skilgreina athöfn: áríðandi og mikilvægt. Áríðandi merkir að það krefst óskiptrar athygli þinnar. Þeir hlutir sem eru áríðandi eru oftast sýnilegir. Sem dæmi má nefna er hringjandi sími áríðandi þáttur. Mikilvægir hlutir hafa hins vegar að gera með árangur. Þeir hafa áhrif á markmið okkar, gildi og mikilvægustu forgangsatriðin. Við bregðumst við áríðandi hlutum. Það sem er mikilvægt krefst meiri virkni og framleiðni.

Quote PNG

„Putting first things first means organizing and executing around your most important priorities. It is living and being driven by the principles you value most, not by the agendas and forces surrounding you.“

— Dr. Stephen R. Covey

Vikuleg áætlanagerð

Frí handbók

7 venjur til árangurs: öflugur lærdómur til persónulegrar forystu

Virkjaðu tímalaus lögmál árangurs með þessari hagnýtu samantekt úr mest seldu bók allra tíma um forystu.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku og 23 öðrum tungumálum.

7 venjur til árangurs

01

Einblíndu á og bregstu við því sem þú getur stjórnað.

02

Skilgreindu hvað árangur merkir fyrir þig og hvernig þú hyggst ná markmiðum þínum.

03
Venja 3: Mikilvægast fyrst®

Forgangsraðaðu og náðu mikilvægustu markmiðum þínum í stað þess að bregðast stöðugt við áríðandi verkefnum augnabliksins.

04

Skapaðu árangursríka samvinnu með því að byggja sambönd sem einkennast af ríku trausti.

05

Hafðu áhrif á aðra með því að dýpka skilning þinn á þörfum þeirra og viðhorfum.

06

Þróaðu nýjar lausnir sem hafa áhrif á fjölbreytileikann og fullnægja þörfum allra hagsmunaaðila.

07

Auktu hvatningu, orku og jafnvægi milli atvinnu- og einkalífsins með því að gefa þér tíma til endurnýjunar.