Venja 2: Í upphafi skal endinn skoða®

Venja persónulegrar sýnar

Venja 2: Í upphafi skal endinn skoða byggir á ímyndunaraflinu—þeirri getu að sjá í huga þínum það sem þú getur ekki séð fyrir framan þig. Hún byggir á því lögmáli að allt er skapað tvisvar. Fyrst er hin huglæga sköpun. Seinni sköpunin er efnisleg. Efnislega sköpunin fylgir þeirri andlegu, rétt eins og bygging kemur í kjölfar byggingaráætlunar.

Ef þú leggur þig ekki fram við að setja þér fyrir hugskotssjónir hver þú ert og hvað þú vilt í lífinu, opnar þú á að fólk og kringumstæður móti þig og líf þitt. Í raun snýst þetta um að tengjast því sem gerir þig að þér og skilgreina síðan persónuleg og siðferðisleg viðmið þar sem þú getur tjáð tilfinningar og miðlað skoðunum af öryggi.

Ein af bestu leiðunum til þess að innleiða Venju 2 í líf þitt er að skapa persónuleg framtíðarsýn. Persónuleg framtíðarsýn einblínir á það hver þú vilt vera og hvað þú vilt gera. Hún er eins konar vegvísir að árangri. Hún skilgreinir hver þú ert, setur markmið þín í fyrsta sæti og gerir hugmyndir þínar að raunveruleika. Persónuleg framtíðarsýn þín gerir þig að leiðtoga eigin lífs. Þú getur skapað eigin örlög og tryggt þá framtíð sem þú sérð fyrir þér.

Skildu lokaniðurstöðuna

Í upphafi skal endinn skoðar merkir að þú byrjir hvern dag eða verkefni með skýra sýn af æskilegri niðurstöðu og beinir þér að því að láta hana verða að veruleika.

Quote PNG

„People are working harder than ever, but because they lack clarity and vision, they aren’t getting very far. They, in essence, are pushing a rope with all of their might.“

— Dr. Stephen R. Covey

80 ára afmæli

Frí handbók

7 venjur til árangurs: öflugur lærdómur til persónulegrar forystu

Virkjaðu tímalaus lögmál árangurs með þessari hagnýtu samantekt úr mest seldu bók allra tíma um forystu.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku og 23 öðrum tungumálum.

7 venjur til árangurs

01

Einblíndu á og bregstu við því sem þú getur stjórnað.

02
Venja 2: Í upphafi skal endinn skoða®

Skilgreindu hvað árangur merkir fyrir þig og hvernig þú hyggst ná markmiðum þínum.

03

Forgangsraðaðu og náðu mikilvægustu markmiðum þínum í stað þess að bregðast stöðugt við áríðandi verkefnum augnabliksins.

04

Skapaðu árangursríka samvinnu með því að byggja sambönd sem einkennast af ríku trausti.

05

Hafðu áhrif á aðra með því að dýpka skilning þinn á þörfum þeirra og viðhorfum.

06

Þróaðu nýjar lausnir sem hafa áhrif á fjölbreytileikann og fullnægja þörfum allra hagsmunaaðila.

07

Auktu hvatningu, orku og jafnvægi milli atvinnu- og einkalífsins með því að gefa þér tíma til endurnýjunar.